top of page

Félagsstofnun stúdenta

Bætt aðgengi á Stúdentagörðum

Vinna þarf markvisst að því að bæta aðgengi fyrir nemendur með fötlun á Stúdentagörðum, meðal annars í sameiginlegum rýmum.

Fleiri stúdentaíbúðir

Það er mikilvægt að stúdentar hafi ávallt greiðan aðgang að stúdentaíbúðum. Árið 2016 þegar Vaka var í meirihluta var undirritaður samningur að 300 íbúðum við Gamla Garð sem og Mýrargarða sem að opnuðu núna í janúar. Þetta er eitt stærsta baráttumál stúdenta í gegnum árin.

Fasteignagjöld af Stúdentagörðum séu afnumin til þess að lækka leigu

Vaka vill að Stúdentagarðar verði undanþegnir fasteignagjöldum til þess að Félagsstofnun Stúdenta geti lækkað leigu til nemenda. Með hækkandi fasteignaverði hækka fasteignagjöld og leiga til nemenda sömuleiðis.

Jafnrétti íbúa á stúdentagörðunum

Vaka krefst þess að íbúar á stúdentagörðum hafi jafnan aðgang að sölum og aðstöðu til afnota svo jafnrétti sé á milli íbúa. Þá myndu íbúar geta leigt bæði sali í Skipholti og Mýrargörðum jafnt.

Aukið aðgengi á Stúdentakjallaranum

Aðgengi er mjög ábótavant á Stúdentakjallaranum. Sem dæmi er ekki aðgengi fyrir einstaklinga í hjólastól að neðsta palli rýmisins, fyrir framan sviðið. Vaka vill að allir hafi aðgengi að þessum mikilvæga samkomustað stúdenta.

Viðhald íbúða

Mikilvægt er að íbúðum sé haldið við en Vaka hefur tekið eftir því að viðhald er gríðarlega ábótavant í íbúðum Félagsstofnunar stúdenta.

Djúpgámar

Vaka telur að tilkoma djúpgáma við sem flesta stúdentagarða stuðli að bættri endurvinnslu hjá íbúum. Flokkunargámar fyllast fljótt og gerir það íbúum erfitt fyrir að endurvinna.

Umbúðir í Hámu séu merktar í sama lit og viðeigandi flokkunartunnur

Sú vinna er í gangi að skoða hvort hægt sé að merkja umbúðir þess sem selt er í Hámu í sama lit og þá tunnu sem það á að fara í.

Aukið framboð af grænmetisréttum og veganréttum í Hámu

Vaka fagnar auknu úrvali af vegan- og grænmetisréttum en berst hins vegar fyrir því að aðgengi að þeim sé jafnt á milli bygginga háskólans. Það er því miður ekki raunin en það ættu að vera jafnir grænkerakostir í Hámu í öllum byggingum skólans.

bottom of page