top of page

Lög félagsins

Lagabálkur Vöku – félags lýðræðissinnaðra stúdenta.

I. Nafn og tilgangur

 

1. gr. Vaka

Félagið heitir Vaka – félag lýðræðissinnaðra stúdenta. Lögheimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

 

2. gr. Tilgangur 

Tilgangur félagsins er:

  1.  Að gæta hagsmuna stúdenta Háskóla Íslands í hvívetna.

  2. Að stuðla að góðu samstarfi yfirstjórnar Háskóla Íslands og Stúdentaráðs.

  3. Að veita stúdentum vettvang til að kynnast þvert á öll svið og styrkja tengsl sín við samnemendur.

 

3. gr. Félagsmenn

  1. Allir stúdentar við Háskóla Íslands, sem aðhyllast grundvallarsjónarmið og tilgang félagsins, eiga rétt á því að gerast félagsmenn.

  2. Einnig geta þeir orðið félagsmenn sem taka virkan þátt í starfi félagsins, þrátt fyrir að falla ekki undir a-lið.

  3. Stjórn Vöku tekur ákvörðun í hvert sinn um inntöku félagsmanna sbr. b-lið.

 

II.  Stjórn félagsins

4. gr. Valdheimild stjórnar

Stjórn félagsins er kosin af aðalfundi, sbr. 21.gr.

 

5. gr. Verkskipan stjórnar

  1. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund skiptir hún með sér verkum að öðru leyti en því sem aðalfundur ákveður.

  2. Stjórnina skipa formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, útgáfustjóri, skemmtanastjóri, markaðsfulltrúi, alþjóðafulltrúi, oddviti  og meðstjórnendur, sbr. 6. – 12. gr. Sé stjórn eigi fullskipuð að loknum aðalfundi skulu kjörnir stjórnarmenn skipa í laus embætti.

 

6 gr. Formaður

  1. Hlutverk formanns er að kveða til stjórnarfunda og stjórna þeim.  Formanni ber einnig að halda stjórnarfund óski meirihluti stjórnarmanna eftir því, sbr. 13. gr.

  2. Formaður gætir þess að allir stjórnarmeðlimir sinni skyldum sínum sem slíkir.

  3. Formaður hefur eftirlit með starfsemi félagsins og með því að lögum þess og samþykktum sé fylgt í öllum greinum.

  4. Formaður ber ábyrgð á öllu útgefnu efni félagsins.
     

7. gr. Varaformaður

  1. Varaformaður er staðgengill formanns í fjarveru hans.

  2. Varaformaður hefur jafnframt umsjón með birtingu laga félagsins og breytingum þeim er teljast nauðsynlegar.

  3. Varaformaður heldur félagatal Vöku, sbr. III. kafli, og annast endurnýjun þess.

 

8. gr. Ritari

  1. Ritari heldur fundargerð stjórnar og funda á vegum félagsins.

  2. Ritari skal einnig hafa allt útgefið efni félagsins í vörslu.

 

9. gr. Gjaldkeri

  1. Gjaldkeri annast fjármál félagsins og skal leggja fyrir aðalfund endurskoðaða reikninga fyrir liðið starfsár.

  2. Gjaldkeri annars fjáraflanir fyrir félagið og sér til þess að félagið hafi innkomu í einhverju formi yfir árið

 

10. gr. Útgáfustjóri

  1. Útgáfustjóri hefur umsjón með allri útgáfu félagsins.

  2. Útgáfustjóri skal sjá til þess að ávallt komi út sérstakt kosningablað er kynnir stefnu og framboðslista félagsins í Háskóla- og Stúdentaráðskosningum.

  3. Útgáfustjóri skal einnig annast heimasíðu Vöku.

11. gr. Skemmtanastjóri

Skemmtanastjóri skal hafa höfuðumsjón með öllu skemmtanahaldi á vegum félagsins.

 

12. gr. Markaðsfulltrúi

  1. Markaðsfulltrúi ber ábyrgð á að útgefið efni gangi ekki í bága við gildi og sjónarmið félagsins.

  2. Markaðsfulltrúi ber ábyrgð á ímynd félagsins á ljósvakamiðlum, svo sem samfélagsmiðlum.

 

13. gr. Meðstjórnendur

  1. Meðstjórnendur skulu skipta með sér verkum í samráði við stjórn, sbr. 5. gr. Þeir skulu vera fjórir kosnir af aðalfundi en tveir skipaðir af stjórn sem nýliðar þegar nýtt skólaár gengur í garð.

  2. Stjórn Vöku er heimilt að fjölga þeim meðstjórnendaembættum sem kjörin eru á aðalfundi, en ekki skipaðir af stjórn, í 6 og skal kosning í viðbætt embætti fara fram á aðalfundi.

 

14. gr. Oddviti

  1. Oddviti Vöku er kjörinn af aðalfundi.

  2. Oddviti heldur utan málefnavinnu félagsins gagnvart Stúdentaráði.

  3. Oddviti er tengiliður Vöku við Stúdentaráð.

 

15. gr. Alþjóðafulltrúi

  1. Alþjóðafulltrúi annast tengsl Vöku við erlenda nema í Háskóla Íslands.

  2. Alþjóðafulltrúi ber ábyrgð á að útgefið efni Vöku sé þýtt yfir á ensku.

 

16. gr. Stjórnarfundir

  1. Stjórn tekur ákvarðanir um fundarhöld stjórnar og hvernig stjórnarfundir og aðrir fundir á vegum hennar skulu boðaðir, en það skal ætíð gera á sem tryggastan hátt.

  2. Meirihluti stjórnarmanna getur krafist stjórnarfundar og skal formanni þá skylt að kalla stjórn saman til fundar innan þriggja sólarhringa.

  3. Til að stjórnarfundur teljist ályktunarbær þarf meirihluti stjórnar að vera viðstaddur. Þó telst ályktun samþykkt ef meirihluti stjórnar samþykkir hana á tryggilegan hátt. Afl atkvæða ræður úrslitum en tillaga fellur á jöfnum atkvæðum. Rafræn atkvæðagreiðsla gildir og skal hún framkvæmd á þann veg sem stjórn ákveður.

 

17 gr. Nefndir

Stjórn félagsins, eða aðalfundur, getur skipað nefndir til að starfa að ákveðnum málefnum. Nefndir starfa á ábyrgð stjórnar og tekur hún nánari ákvarðanir um störf þeirra.

 

18. gr. Málefni félagsins

Málefni félagsins annast aðalfundur, samráðsfundir, stjórn og nefndir þær sem stjórnin eða aðalfundur skipar.

 

19. gr. Vantraust

1 . Berist vantrauststillaga á stjórnarmeðlim skal hún tekin upp á aukaaðalfundi, sbr.30. gr.

2. Sé sú tillaga samþykkt af ¾ atkvæðisbærra manna á fundinum skal stjórnarmeðlimur segja af sér tafarlaust.

 

III. Félagatal

 

20. gr. Um félagatal

Varaformaður Vöku heldur félagatal, sbr. 7. gr.

 

21. gr. Atkvæðisréttur

  1. Þeir hafa atkvæðisrétt á fundum félagsins sem upppfylla eftirfarandi skilyrði.

  2. Að vera skráður í félagatal Vöku.

  3. Að stunda nám í Háskóla Íslands á þeim tíma sem fundur fer fram eða vera meðlimur í Stúdentaráði eða nefndum þess.

  4. Endurnýjun félagatals skal fara fram minnst þrem sólahringum fyrir hvern aðalfund.

 

22. gr. Skráning

Engan má skrá á félagatal Vöku nema hann uppfylli eftirtalin skilyrði:

  1. Viljayfirlýsing hafi borist þess efnis til varaformanns Vöku.

  2. Virk þáttaka tekin í starfi Vöku.

  3. Vera skráður nemandi í Háskóla Íslands eða gegna trúnaðarstarfi fyrir Vöku sbr. þó 3. gr. laganna.

  4. Komi upp vafi um skráningu hefur stjórn Vöku úrskurðarvald.

 

23 gr. Úrskráning

Skráður félagsmaður getur fengið sig skráðan af félagatali Vöku með viljayfirlýsingu þess efnis til varaformanns Vöku.

 

IV. Starfsemi og fundir 

 

24. gr. Aðalfundur

  1. Aðalfund félagsins skal halda á tímabilinu 15. febrúar til 15. apríl ár  hvert.

  2. Stjórn félagsins skal boða til aðalfundar á tryggilegan hátt með  minnst viku fyrirvara.

  3.  Í fundarboði skal auglýst eftir framboðum til stjórnar og tillögum til  lagabreytinga.

  4. Formaður stjórnar aðalfundi eða tilnefnir annan til þess í sinn stað.

  5. Þegar aðalfundur er boðaður skal félagatal liggja fyrir og kjörstjórn  skipuð með minnst tveimur einstaklingum.

  6. Sé þess þörf er stjórn heimilt að boða til aukaaðalfundar.

 

25. gr. Dagskrá aðalfundar

Á aðalfundi skulu eftirtalin mál tekin fyrir:

1)  Lagabreytingar

2) Kjör stjórnar Vöku

  1. Formanns

  2. Varaformanns

  3. Ritara

  4. Gjaldkera

  5. Útgáfustjóra

  6. Skemmtanastjóra

  7. Alþjóðafulltrúa

  8. Markaðsfulltrúa

  9. Fjórir meðstjórnendur

3) Kjör fulltrúa Vöku innan Stúdentaráðs Háskóla Íslands

  1. Oddvita

  2. Formanns Stúdentaráðs

  3. Varaformanns Stúdentaráðs

  4. Hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúa

4) Kjör tveggja endurskoðenda

5) Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári

6) Endurskoðaðir reikningar félagsins á liðnu ári

7) Önnur mál

Auglýst skal í laus embætti í lok aðalfundar og fer kosning fram þá þegar, berist framboð.

26. gr. Lagabreytingar

  1.  Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi eða aukaaðalfundi.

  2. Tillögum til lagabreytinga skal skilað til varaformanns eigi síður en þremur sólarhringum fyrir boðaðan fund. Berist tillaga til lagabreytinga skal þeim dreift skriflega á fundinum ásamt gildandi lögum.

  3. Til samþykktar lagabreytingum þarf atkvæði 2/3 fundarmanna.

 

27. gr. Framboð

Framboði til stjórnar, embættis endurskoðanda og til embætta innan Stúdentaráðs skal skila til kjörstjórnar aðalfundar eigi síður en þremur sólarhringum fyrir boðaðan aðalfund.

 

28. gr. Atkvæðisréttur og kjörgengi

Einungis skráðir félagsmenn á félagatali Vöku hafa kosningarétt á aðalfundi félagsins, sbr. 19. gr. Kjörgengir eru þeir skráðu félagsmenn sem eru nemendur við Háskóla Íslands.

Úrskurðarvald um atkvæðisrétt hefur kjörstjórn aðalfundar.

 

29. gr. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

  1. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu skal halda eftir að framboðsfrestur rennur út en eigi síður en einum sólarhring fyrir boðaðan aðalfund.

  2. Atkvæðagreiðslan skal fara fram á háskólasvæðinu á þar til gerða kjörseðla.

  3. Nafnleyndar skal gætt.

 

30. gr. Framkvæmd kosninga

  1. Til að frambjóðandi teljist kjörinn í embætti skal hann eigi hljóta minna en helming greiddra atkvæða á aðalfundi.

  2.  Hver kjósandi skal greiða mest fimm atkvæði til embætta meðstjórnenda og hefur hvert atkvæði jafnt vægi. Þeir sex frambjóðendur sem flest atkvæði hljóta skulu skoðast kjörnir, hafi þeir hlotið helming greiddra atkvæða.

  3. Berist fleiri en tvö framboð í önnur embætti en meðstjórnendur skal kosið eftir forgangsröðunarkosningu, sjá 29. gr.

 

31. gr. Framkvæmd forgangsröðunarkosninga

Berist fleiri en tvö framboð í önnur embætti en til meðstjórnenda skal kosið eftir forgangsröðunarkosningu. Kjósendur kjósa einn frambjóðanda sem fyrsta val. Þeir geta þó valið fleiri til vara og númera þá í röð eftir stuðningi sínum. Sigurvegari kosninganna er sá frambjóðandi sem hlýtur meirihluta atkvæða sem fyrsta val. Ef enginn frambjóðandi hlýtur meirihluta sem fyrsta val, er sá frambjóðandi sem fæst atkvæði hlaut sem fyrsta val útilokaður og atkvæðum hans dreift á grundvelli varaatkvæða kjósenda, þ.e. hverja þeir kusu sem annað val. Hafi enginn frambjóðandi þá hlotið meirihluta atkvæða er sá sem hefur fæst atkvæði aftur útilokaður og varaatkvæðum hans dreift á þá sem kjósendur hans settu í næsta val o.s.frv.

 

32. gr. Aukaaðalfundur

  1. Aukaaðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli aðalfunda.

  2. Stjórn Vöku getur boðað til aukaaðalfundar telji hún nauðsyn til.

  3. Um aukaaðalfundi gilda ákvæði þessa kafla um aðalfund að því undanskildu að stjórn ákveður málefni hans og dagsetningu. Í fundarboði skal auglýsa dagskrá og fyrirliggjandi málefni.

  4. Ef aðili sem kjörinn hefur verið í embætti á vegum félagsins, sbr. 2) og 3) liður 23. gr, segir af sér eða óskar þess að hætta störfum, er stjórn Vöku skylt að boða til aukaaðalfundar eins fljótt og auðið er, þar sem kosið er á ný í viðkomandi stöðu.

 

33. gr. Samráðsfundur

  1. Samráðsfundur stjórnar og stúdentaráðsliða Vöku markar stefnu í öllum málum er varða Stúdentaráð og kosningar þess. Á samráðsfundi sitja stúdentaráðsliðar, stjórnarliðar og nefndarfulltrúar Vöku.

  2. Samráðsfundir skulu þó opnir öllum skráðum félagsmönnum Vöku nema stjórn Vöku ákveði annað.

 

34. gr. Störf samráðsfundar

  1. Oddviti Vöku eða formaður Vöku geta boðað til samráðsfundar.

  2. Samráðsfundur skal fyrir lok nóvember ákveða með hvaða hætti staðið verður að framkvæmd kosningastarfs félagsins.

  3. Framboðslistar Vöku til Stúdentaráðs skulu bornir undir samráðsfund og samþykktir, sbr. 36. gr.

35. gr. Krafa um samráðsfund

  1. Fjórðungur þeirra sem atkvæðisrétt hafa á samráðsfundi geta krafist samráðsfundar.

  2. Einnig geta 100 almennir háskólanemar sem styðja Vöku krafist samráðsfundar en við það öðlast þeir tillögurétt. Kröfu þessari skal beint til stjórnar Vöku og er stjórn skylt að boða til fundar eigi síður en viku eftir að krafa kemur fram.

 

V. Kosningastjórn

 

36. gr. Skipun kosningastjórnar

  1. Formaður og oddviti bera ábyrgð á kosningastarfi félagsins.

  2. Formaður og Oddviti tilnefna kosningastjórn í sameiningu og bera tillöguna síðan undir samráðsfund til staðfestingar.

 

37. gr. Umboð kosningastjórnar

Kosningastjórn starfar á ábyrgð stjórnar og annast daglegan rekstur á kosningabaráttu félagsins fyrir kosningar til Stúdentaráðs, Háskólaráðs og Háskólaþings.

 

38. gr. Störf kosningastjórnar

Kosningastjórn gerir tillögu að framboðslistum félagsins sem bornir eru fram í nafni Vöku eigi síðar en þremur vikum fyrir kjördag.

 

VI. Ýmis ákvæði

39. gr. Gildi

Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Þannig samþykkt á auka aðalfundi Vöku 20. október 2021

Reykjavík, Íslandi

bottom of page