top of page

Fjármál Háskóla Íslands

Vaka berst fyrir auknu fjármagni til Háskóla Íslands. Stúdentahreyfingin í samstarfi við Háskóla Íslands hefur barist ötullega fyrir auknu fjármagni til Háskóla Íslands og vakið athygli á undirfjármögnun á ýmsum vettvöngum.

Leggjumst gegn hækkun skrásetningargjalda

Vaka telur hækkun skrásetningargjalda við Háskóla Íslands óboðlega. Einnig telur Vaka mikilvægt að fá sundurliðun á kostnaðarliðum og rökstuðning fyrir hverjum lið fyrir sig. Hækkun skrásetningargjalda mun skerða aðgang að námi.

Skrásetningargjaldið renni til háskólans

Sem stendur er skráningargjald í Háskóla Íslands 75.000 krónur fyrir hvern nemanda að hausti. Það sem sætir mestri furðu er að gjaldið rennur ekki allt til skólans. Það er óboðlegt. Nemendur eiga ekki að standa fyrir almennri tekjuöflun ríkisins.

Aukið fjármagn til Háskóla Íslands

Stúdentahreyfingin í samstarfi við Háskóla Íslands hefur barist ötullega fyrir auknu fjármagni til Háskóla Íslands og vakið athygli á undirfjármögnun á ýmsum vettvöngum. Til að ná markmiðum núverandi ríkisstjórnar er augljóst að hækka þarf fjármagn til háskólanna svo við stöndum jafnfætis öðrum Norðurlöndum. Taka má starfstengda diplómanámið á Menntavísindasviði til fyrirmyndar og þarf aukið fjármagn til þess að geta boðið upp á sambærilegt nám á öðrum sviðum.

Fjármagn til nemenda

Vaka vill að aukið fjármagn sem úthlutað var til háskólans í síðustu fjárlögum og fjármagn sem áætlað er að komi inn á næstu árum verði nýtt með gæði kennslu og aðstöðu nemenda í huga. Vaka mun þrýsta á stjórnsýslu háskólans og sjá til þess að svo verði.

bottom of page