top of page

Doktorsnám

Tryggja þarf framfærslu doktorsnema við Háskóla Íslands og aðgengi þeirra að húsnæði háskólans.  Hækka þarf laun doktorsnema sem stundakennarar og ekki má mismuna doktorsnemum við úthlutun styrkja.

Framfærsla

Nemendur í doktorsnámi eiga oft litla sem enga möguleika á að framfæra sér og sínum þar sem þeir hafa tekið námslán í of mörg ár. Þar að auki sinna þeir flestir stundakennslu við HÍ á of lágum launum. Einingafjöldi doktorsnema á hverri önn er mismunandi og því erfitt að treysta á að skila settum einingum inn hjá LÍN. Margir doktorsnemar standa einnig í ströngu við að greiða af námslánum sínum þrátt fyrir að vera enn skráðir nemendur við skólann. Vaka vill beita sér fyrir því að reglum hjá LÍN er varða doktorsnema verði breytt og að laun þeirra sem stundakennarar verði hækkuð.

Aðgengi

Doktorsnemar eiga oft ekki kost á því að fá leigðar íbúðir við stúdentagarða þar sem þeir hafa fyllt upp í sett viðmið um fjölda ára sem má búa þar og þeir eiga erfiðara með að skila inn nægum fjölda eininga á hverri önn vegna skipulags námsins. Doktorsnemar greiða skrásetningargjöld rétt eins og aðrir nemendur við Háskóla Íslands og eiga því að njóta sömu réttinda og nemendur í grunn- eða meistaranámi. Tryggja þarf að doktorsnemum sé ekki mismunað við úthlutun styrkja frá Háskólasjóði. Meta þarf umsóknir eftir verðleikum en ekki eftir ferli leiðbeinanda. Þar að auki þarf að stuðla að auknum stuðningi við doktorsnema við umsóknir um styrki.

bottom of page