Hvað gerir Vaka?
Stjórn félagsins
Stjórn Vöku er kosin af vökuliðum á aðalfundi félagsins, á vori hverju.
Formaður
Hlutverk formanns er að kveða til stjórnarfunda og stjórna þeim og sér um að allir stjórnarmeðlimir sinni skyldum sínum sem slíkir. Formaður hefur eftirlit með starfsemi félagsins og að lögum þess og samþykktum sé fylgt. Formaður ber einnig ábyrgð á öllu útgefnu efni félagsins.
Varaformaður
Varaformaður er staðgengill formanns í fjarveru hans og hefur hann jafnframt umsjón með birtingu laga félagsins. Varaformaður heldur utan um félagatal Vöku og annast endurnýjun þess.
Ritari
Ritari heldur fundargerð stjórnar og funda á vegum félagsins og varðveitir allt útgefið efni félagsins.
Gjaldkeri
Gjaldkeri annast fjármál félagsins.
Útgáfustjóri
Útgáfustjóri hefur umsjón með allri útgáfu félagsins og sér til þess að ávallt komi út sérstakt kosningablað er kynnir stefnu og framboðslista félagsins í Háskóla- og Stúdentaráðskosningum. Útgáfustjóri annast einnig heimasíðu Vöku.
Skemmtanastjóri
Skemmtanastjóri hefur umsjón með öllu skemmtunum á vegum félagsins.
Markaðsfulltrúi
Markaðsfulltrúi ber ábyrgð á að útgefið efni gangi ekki í bága við gildi og sjónarmið félagsins og ber ábyrgð á ímynd félagsins á ljósvakamiðlum, svo sem samfélagsmiðlum.
Meðstjórnendur
Meðstjórnendur skulu skipta með sér verkum í samráði við stjórn.
Oddviti
Oddviti Vöku er kjörinn af aðalfundi og er talsmaður Vöku. Oddviti heldur utan málefnavinnu félagsins gagnvart Stúdentaráði og er tengiliður Vöku við Stúdentaráð.
Núverandi stjórn félagsins má sjá hér
Nefndir Vöku
Innan Vöku eru fjölbreyttar og skemmtilegar nefndir. Þátttaka í þeim er frábær leið til að kynnast innra starfi hreyfingarinnar.
Alþjóðanefnd
Alþjóðanefnd sér um að kynna starfsemi Vöku fyrir erlendum nemendum og hvetja þá til þess að taka þátt í innri starfsemi hreyfingarinnar.
Markaðsnefnd
Hlutverk markaðsnefndar skiptist í rauninni í þrennt. Nefndin sér aðallega um að gera Vöku sýnilega á öllum helstu samfélagsmiðlum en nefndin sér einnig um fjáraflanir hreyfingarinnar og hönnun á merch.
Málefnanefnd
Málefnanefnd sér um málefnavinnu hreyfingarinnar. Hún mótar stefnu Vöku.
Ritnefnd
Vaka gefur út tvö blöð á hverju skólaári – Glaðvakandi á haustönn og kosningablaðið á vorönn. Ritnefnd sér um útgáfu þessara rita auk þess að sjá um prófarkalestur og þýðingar greina og annars efnis sem Vaka gefur út.
Skemmtinefnd
Vaka hefur lengi verið þekkt fyrir viðburði sína en það er skemmtinefndin sem heldur utan um að skipuleggja, framkvæma og halda utan um þessa viðburði.
Viðburðir Vöku
Sumar
-
Útilega Vöku
Haustönn
-
Partý fyrir Októberfest
-
Útgáfa Glaðvakandi
-
Útgáfupartý Glaðvakandi
-
Haustferð Vöku
-
Próflokapartý
Vorönn
-
Kosningabarátta
-
Dúndurfest Vöku
-
Útgáfa kosningablaðs Vöku
-
Kosningar til Stúdentaráðs
-
Aðalfundur Vöku