top of page
Search

Röskva hefur verið í hreinum meirihluta í 5 ár. Hvað hefur breyst?

  • Látum rödd stúdenta heyrast í umræðu um háskólamál. - Stöðvum þróunina í átt að skólagjöldum

  • Gerum háskólann fjölskylduvænn

  • Afnemum virðisaukaskatt af námsbókum

  • Fáum í gegn stúdenta afslátt í sund, strætó og fyrir heilbrigðisþjónustu

  • Leggjum áherslu á hækkun grunnframfærslunnar

  • Hækkum frítekjumarkmið í samræmi við raunverulegar sumartekjur stúdenta - Fáum upptökupróf í janúar

Svona hljóðar hluti af stefnumálum Röskvu árið 2005, 17 árum síðar er eins og við stöndum í stað. Röskva hefur lofað upp í ermina á sér öllu fögru þegar raunin er sú að hljóð og mynd fari greinilega ekki saman. Hvers vegna er það að með Röskvu í meirihluta í 5 ár, eru mál á stefnulistanum sem ennþá hafa ekki gengið í gegn? Vaka telur að stúdentaráð eigi að beita sér fyrir hagsmunamálum allra stúdenta. Stúdentahreyfinguna á ekki að misnota í þágu þröngra ofstækishópa sem hafa á stefnuskrá sinni að umbylta íslensku þjóðskipulagi. Hagsmunabarátta stúdenta varðar okkur öll og kemur okkur öllum við. Ljóst er að löngu sé komin tími á breytingu við stúdentaráð Háskóla Íslands. Hagsmunafélag með sömu stefnumál á stefnuskrá og fyrir 17 árum síðan á ekki heima í meirihluta stúdentaráðs.



Stjórn Vöku 2022-23

48 views0 comments
bottom of page