top of page
Search

Fæðingastyrkur námsmanna - Student maternity/paternity grant

Fulltrúar Vöku lögðu fram tillögu á stúdentaráðsfundi 16. desember 2021 að Stúdentaráð Háskóla Íslands beiti sér fyrir því að fyrirkomulag fæðingarstyrkja sé endurskoðað og að greiðslur fæðingarstyrkja námsmanna séu hækkaðar. Tillagan var samþykkt einróma.


Vaka's representatives at the Student Council meeting on December 16th, 2021 propositioned that the Student Council of the University of Iceland should push for the arrangement of maternity grants to be reviewed and for the payment of student maternity grants to be increased. The proposal was adopted unanimously.

Stúdentaráðsfundur

16. desember 2021

T I L L A G A

Lagt er til að Stúdentaráð Háskóla Íslands beiti sér fyrir því að fyrirkomulag fæðingarstyrkja sé endurskoðað og að greiðslur fæðingarstyrkja námsmanna séu hækkaðar.


Lagt er til afgreiðslu að Stúdentaráð Háskóla Íslands sendi frá sér bréf í samráði við Fjölskyldunefnd SHÍ til Félagsmálaráðuneytisins vegna fyrirkomulags fæðingarstyrkja námsmanna. Markmið bréfsins er að hvetja til endurbóta á núverandi fæðingarstyrkjakerfi og hækkunar á fæðingarstyrkjagreiðslum til að jafna stöðu námsmanna fjölskyldna og fjölskyldna þar sem foreldri er utan vinnumarkaðar.


Rökstuðningur


Þann 1. janúar 2021 tóku ný lög gildi um fæðingarorlofstöku á Íslandi, þar var fæðingarorlof foreldra lengt úr 10 mánuðum í 12 mánuði vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur. Sjálfstæður réttur foreldris til töku fæðingarorlofs og fæðingarstyrks var breytt og nú er réttur hvors foreldris um sig sex mánuðir, með heimild til að framselja sex vikur sín á milli, því getur annað foreldrið tekið fæðingarorlof í allt að sjö og hálfan mánuð en hitt í fjóra og hálfan. Þessi nýju lög eru skref í átt að sanngjarnara kerfi fyrir fjölskyldur á Íslandi. En því miður þá er mikill munur á aðstæðum nýbakaðra foreldra á vinnumarkaði og foreldra í námi. Stúdentar eiga sjaldnast rétt á fæðingarorlofi og treysta því á fæðingarstyrk námsmanna þegar kemur að því að framfleyta fjölskyldu sinni fyrsta árið eftir fæðingu. Fæðingarorlofskerfi Íslands skiptist í fæðingarorlof vinnandi fólks og fæðingarstyrki. Fæðingarstyrkir eru tvenns konar: Fæðingarstyrkur námsmanna og fæðingarstyrkur fólks utan vinnumarkaðs (í undir 25% vinnu). Stúdent á rétt á fæðingarstyrk námsmanna ef hann hefur verið í fullu námi (75% - 100% námi) síðastliðna 12 mánuði og þar af 6 mánuði samfellt. Fæðingarstyrkur námsmanna er 190.747 kr. vegna barna fæddra árið 2021. Ef stúdent mætir ekki fyrrnefndum kröfum um fæðingarstyrk námsmanna þá á hann rétt á fæðingarstyrk fyrir fólk utan vinnumarkaðs. Fæðingarstyrkur utan vinnumarkaðar er 83.233 kr. á mánuði vegna barna fæddra árið 2021. Eins og sést eru upphæðir fæðingarstyrkjanna lágar auk þess að vera skattskyldar. Það má færa rök fyrir því að greiðslur til nýbakaðra foreldra ættu ekki að vera áunnin réttindi foreldris, heldur réttur barns að fjölskylda þess geti lifað í stöðugleika á meðan umönnun þess ætti að vera í forgangi.

Meirihluti flokkanna í framboði til Alþingis nú í haust vildu bæta fæðingarorlofskerfið á Íslandi og nokkrir vildu sjá breytingar á núverandi fæðingarstyrkjakerfi, eins og sjá má á Samantekt SHÍ á kosningaáherslum flokkanna frá 17. september 2021. Fæðingarorlofsmál eru veigamikill málaflokkur sem snertir margar fjölskyldur ár hvert. Í umræðunni um bætt fæðingarorlofskerfi þá er hætta á að foreldrar og fjölskyldur sem treysta á framfærslu fæðingarstyrkja gleymist. Núverandi skilyrði fyrir fæðingarstyrk námsmanna gefa lítið svigrúm og núverandi fyrirkomulag setur aukalegan þrýsting á námsframvindu stúdenta á viðkvæmum tíma t.d. á meðgöngu eða sængurlegu. Því ætti Stúdentaráð að nýta sína rödd til að hvetja félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra til að endurskoða núverandi kerfi í þágu foreldra í námi og nýfæddra barna þeirra.


Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir

Ellen Geirsdóttir Håkansson

Student Council meeting

December 16th 2021

P R O P O S I T I O N

Proposition that the Student Council of the University of Iceland push for the arrangement of maternity grants to be reviewed and for the payment of student maternity grants to be increased.


It is proposed that the Student Council of the University of Iceland send a letter in consultation with the SHÍ’s Family Committee to the Ministry of Social Affairs regarding the arrangements for student maternity grants. The purpose of the letter is to encourage improvements in the current maternity benefit system and an increase in maternity grants to equalize the position of students with children and families where the parent is outside of the labor market.


Reasoning


On January 1st, 2021, a new law came into force on maternity leave in Iceland, where parental leave was extended from 10 months to 12 months due to children being born, adopted or taken into permanent foster care. The parent's independent right to take maternity leave and maternity / paternity grant was changed and now each parent's right is six months, with the right to transfer six weeks apart, so that one parent can take maternity leave for up to seven and a half months and the other for four and a half months. These new laws are a step towards a fairer system for families in Iceland. But unfortunately, there is a big difference between the situation of new parents in the labor market and parents pursuing education.

Students rarely qualify for maternity leave and therefore rely on student maternity/paternity benefits when it comes to supporting their family during the first year after birth. The Icelandic maternity/paternity grant system is divided into maternity/paternity leave for working people and maternity/paternity grants. There are two types of maternity grants: student maternity/paternity grant and maternity/paternity grant for people outside the labor market (for less than 25% of work). A student qualifies for a student maternity/paternity grant if they have been pursuing full-time education (75% - 100% study) for the past 12 months, of which 6 months consecutively. The student maternity/paternity grant is ISK 190,747 per month for children born in 2021. If a student does not meet the aforementioned requirements for student maternity/paternity grant, they qualify for a maternity grant for people outside the domestic labor market. The maternity/paternity grant outside the labor market is ISK 83,233 per month for children born in 2021. As can be seen, the amounts of maternity/paternity benefits are low in addition to them being taxable. It can be argued that payments to newlywed parents should not be an acquired right of the parent, but a child's right that their family can live in stability while their care should be a priority.


The majority of the parties running for parliament this autumn wanted to improve the maternity/paternity leave system in Iceland and some wanted to see changes to the current maternity/paternity grant system, as can be seen in the SHÍ's summary of the parties' election emphasis from 17 September 2021. Maternity leave is an important issue for many families every year. In the debate on an improved maternity leave system, there is a risk that parents and families who rely on the maintenance of maternity/paternity benefits will be forgotten. The current conditions for student maternity/paternity grants leave little scope and the current arrangement puts additional pressure on students' academic progress at a sensitive time, e.g. during pregnancy or childbirth. Therefore, the Student Council should use its voice to encourage the Minister of Social Affairs and Labor to review the current system for the benefit of parents in education and their newborn children.






47 views0 comments
bottom of page