top of page

Heilbrigðisvísindasvið
School of Health science

Vaka_titill_undir_texti_Svart_2x.png

Framboðslisti Vöku á Heilbrigðisvísindasviði 2022

1. Elísabet Sara  lífeindafræði

2. Jóna Margrét Hlynsdóttir Arndal, tannlæknisfræði

3. Freyja Ósk Þórisdóttir, hjúkrunarfræði

Frambjóðendur Vöku á heilbrigðisvísindasviði

telma_1fel.jpg

Telma Rún Magnúsdóttir

Lyfjafræði

jonamargret_2heil.jpg

Jóna Margrét Hlynsdóttir Arndal

Tannlæknisfræði

freyjaosk_3heil.jpg

Freyja Ósk Þórisdóttir

Hjúkrunarfræði

Stefnumál Heilbrigðisvísindasviðs

Upptaka fyrirlestra 

Háskólinn hefur sýnt það í verki síðastliðin tvö ár að búnaður til fjarkennslu er til staðar og hefur gengið vel að færa hluta kennslunnar yfir á rafrænt form. Því viljum við í Vöku tryggja að kennarar verði skyldugir að taka upp fyrirlestra svo háskólinn sé aðgengilegur öllum. 

 

Meira úrval í Hámu og lengri opnunartími

Lítið er um vegan úrval í byggingum sviðsins eins krefst Vaka þess að hægt sé að fá vegan vörur í Hámu í öllum heimabyggingum. Einungis er opið til klukkan 14:00 í Hámu á daginn en við í Vöku viljum að þessi opnunartími verði lengdur.

 

Les- og hópvinnu aðstaða

Auðveldum ferlið fyrir nemendur að panta stofur eða fundarherbergi fyrir hópavinnu. Nemendur ættu að hafa óheftan aðgang að kennslustofum utan kennslustunda líkt og viðhefst í öðrum skólum. Aðstöðu í lesstofum sem nú þegar eru til staðar þarf að bæta, en skortur er á plássi í lesrýmum og er engin hópavinnuaðstaða til staðar í mörgum byggingum.

 

Launað starfsnám

Vöku þykir óásættanlegt að nemendur séu í skyldugu ólaunuðu starfsnámi á meistarastigi. Okkur þykir úr takti við tímann að nemendur í meistaranámi á heilbrigðisvísindasviði séu nýttir sem lág- og ólaunað vinnuafl á heilbrigðisstofnunum. Vaka vill að menntun nemenda verði metin til verðleika í starfi þeirra.

 

Samræming vinnuálags og einingafjölda

Oft á tíðum er mikið ósamræmi milli vinnuálags og einingafjölda, þá sérstaklega í verklegum áföngum eða áföngum sem eru bæði verklegir og bóklegir. Vaka krefst að þessu sé breytt og að vinnuálag verði samræmt við einingafjölda.

 

Samræmum læknisfræðinám við aðrar námsleiðir heilbrigðisvísindasviðs

Vaka vill berjast fyrir því að skólaárið í læknisfræði sé í samræmi við önnur svið. Vaka vill stytta árið í læknisfræði svo það byrji og endi á sama tíma og hjá öðrum námsleiðum. Þetta yrði framkvæmt í samráði við nemendur.

 

Klínískt nám

Álag nemenda í klínísku námi er allt of mikið og þarf að halda betur utan um það, þar sem ekki er borin virðing fyrir grundvallarréttindum fólks. Lítið sem ekkert svigrúm er fyrir veikindi eða óvæntar uppákomur í verknámi. Vaka vill auka svigrúm í klínísku námi með því að setja þak á hversu mörgum klukkustundum í viku nemandi þarf að skila af sér í klínísku námi sem og að hvíldartími sé virtur.

 

Afnema gjaldskyldu fyrir nemendur á bílastæðum Landspítalans

Vaka vill krefjast þess að nemendur sem hafa ekki tök á að nýta sér annan ferðamáta en einkabíl og stunda nám á svæði Landspítalans fái undantekningu frá gjaldskyldu á þeim lóðum. Annað hvort með þeim hætti að útvega þeim sérstakt bílastæðakort, aðgang að starfsmannabílastæði eða bílastæðastyrk á hverri önn.

Kynntu þér

stefnumál Vöku

 í heild sinni hér 

bottom of page