top of page

Ályktanir og tillögur
í Stúdentaráði Háskóla Íslands

Starfsárið 2021-2022

Endurskoðun og hækkun á fæðingarstyrk námsmanna

 

Lagt er  til að Stúdentaráð Háskóla Íslands beiti sér fyrir því að fyrirkomulag fæðingarstyrkja sé endurskoðað og að greiðslur fæðingarstyrkja námsmanna séu hækkaðar.

Lagt er til afgreiðslu að Stúdentaráð Háskóla Íslands sendi frá sér bréf  í samráði við Fjölskyldunefnd SHÍ  til Félagsmálaráðuneytisins vegna fyrirkomulags fæðingarstyrkja námsmanna. Markmið bréfsins er að hvetja  til endurbóta á núverandi fæðingarstyrkjakerfi og hækkunar á fæðingarstyrkjagreiðslum til að jafna stöðu námsmanna fjölskyldna og fjölskyldna þar sem foreldri er utan vinnumarkaðar. 

 

Rökstuðningur

Þann 1. janúar 2021 tóku ný lög gildi um fæðingarorlofstöku á Íslandi, þar var fæðingarorlof foreldra lengt úr 10 mánuðum í 12 mánuði vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur.  Sjálfstæður réttur foreldris til töku fæðingarorlofs og fæðingarstyrks var breytt og nú er réttur hvors foreldris um sig sex mánuðir, með heimild til að framselja sex vikur sín á milli, því getur annað foreldrið tekið fæðingarorlof í allt að sjö og hálfan mánuð en hitt í fjóra og hálfan. Þessi nýju lög eru skref í átt að sanngjarnara kerfi fyrir fjölskyldur á Íslandi. En því miður þá er mikill munur á aðstæðum nýbakaðra foreldra á vinnumarkaði og foreldra í námi. Stúdentar eiga sjaldnast rétt á fæðingarorlofi og treysta því á fæðingarstyrk námsmanna þegar kemur að því að framfleyta fjölskyldu sinni fyrsta árið eftir fæðingu. Fæðingarorlofskerfi Íslands skiptist í fæðingarorlof vinnandi fólks og fæðingarstyrki. Fæðingarstyrkir eru tvenns konar: Fæðingarstyrkur námsmanna og fæðingarstyrkur fólks utan vinnumarkaðs (í undir 25% vinnu). Stúdent á rétt á fæðingarstyrk námsmanna ef hann hefur verið í fullu námi (75% - 100% námi) síðastliðna 12 mánuði og þar af 6 mánuði samfellt. Fæðingarstyrkur námsmanna er 190.747 kr. vegna barna fæddra árið 2021. Ef stúdent mætir ekki fyrrnefndum kröfum um fæðingarstyrk námsmanna þá á hann rétt á fæðingarstyrk fyrir fólk utan vinnumarkaðs. Fæðingarstyrkur utan vinnumarkaðar er 83.233 kr. á mánuði vegna barna fæddra árið 2021. Eins og sést eru upphæðir fæðingarstyrkjanna lágar auk þess að vera skattskyldar. Það má færa rök fyrir því að greiðslur til nýbakaðra foreldra ættu ekki að vera áunnin réttindi foreldris, heldur réttur barns að fjölskylda þess geti lifað í stöðugleika á meðan umönnun þess ætti að vera í forgangi. 

Meirihluti flokkanna í framboði til Alþingis nú í haust vildu bæta fæðingarorlofskerfið á Íslandi og nokkrir vildu sjá breytingar á núverandi fæðingarstyrkjakerfi, eins og sjá má á Samantekt SHÍ á kosningaáherslum flokkanna frá 17. september 2021. Fæðingarorlofsmál eru veigamikill málaflokkur sem snertir margar fjölskyldur ár hvert. Í umræðunni um bætt fæðingarorlofskerfi þá er hætta á að foreldrar og fjölskyldur sem treysta á framfærslu fæðingarstyrkja gleymist. Núverandi skilyrði fyrir fæðingarstyrk námsmanna gefa lítið svigrúm og núverandi fyrirkomulag setur aukalegan þrýsting á námsframvindu stúdenta á viðkvæmum tíma t.d. á meðgöngu eða sængurlegu. Því ætti Stúdentaráð að nýta sína rödd til að hvetja félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra til að endurskoða núverandi kerfi í þágu foreldra í námi og nýfæddra barna þeirra. 

Flutningsaðilar: Jóna Guðbjörg Ágútsdóttir (Forseti Fjölskyldunefndar SHÍ) og Ellen Geirsdóttir Håkansson, oddviti Vöku.

Stúdentaráðsfundur: 16. desember 2021

Tillögur 2021 - 2022

Starfsárið 2020 - 2021

Um rekstur spilakassa af hálfu Háskóla Íslands

Lagt er til að SHÍ beiti þrýsting á stjórnendur háskólans um að hætta rekstri spilakassa á Íslandi og beiti sér fyrir því að finna aðrar leiðir til tekjuöflunar sem ala ekki á fíknivandamálum einstaklinga í samfélaginu.

Rökstuðningur

Til að setja þetta saman í samhengi er Happdrætti Háskóla Íslands eigandi 500 spilakassa sem skilar 700 milljón krónum í hagnað á hverju ári. Þetta eru 700 milljón krónur sem fara vissulega í byggingar háskólans og tækjabúnað, en til að gera háskólanum kleift að fjármagna þessar byggingar þarf hann að ýta undir fíkn er kemur að spilakössum. Spilakassar eru ekki nauðsynjavara í samfélaginu okkar og eru langstærsti hópur notenda þess spilafíklar. Í könnun Gallups sem gerð var fyrir SÁS kemur fram að 93,6% svarenda hafi aldrei notað spilakassa síðustu tólf mánuði. Einnig sýnir könnun Gallups sem gerð var í maí 2020 að 86% íslensku þjóðarinnar vill að spilakössum verði lokað til frambúðar. Þetta sýnir að lítill hópur fólks, sem gera má ráð fyrir að hluti af þessum hóps séu spilafíklar, haldi uppi starfseminni á spilakössum.

Mótrök HHÍ og stjórnenda háskólans við lokun spilakassa er að mestu leyti sú að það var ákvörðun Alþingis að fjármagna skuli byggingar háskólans, viðhald og tækjakaup með happdrættisfé og þar með er kastað sök á stjórnvöld. Fyrsta skrefið í lokun spilakassa væri að sýna að það er vilji meðal stúdenta til að finna aðra leið til að fjármagna byggingar háskólans sem ýtir ekki undir fíkn og í kjölfarið yrði umræðan tekin lengra. Önnur mótrök sem HHÍ hefur notað gegn lokun spilakassa er að spilafíkn verður ekki leyst með því að loka spilakössum HHÍ, en þó bendir ekkert til að spilafíklar muni leita annað ef skyldi koma til lokunar spilakassa. Stúdentaráð beitir sér að mestu leyti að starfsemi innan háskólans og það sem snertir háskólann snertir okkur. Beiðni okkar er einfaldlega sú að Háskóli Íslands taki ekki þátt í rekstri spilakassa og fjármagni ekki byggingar sínar með þessum hætti.

Flutningsaðilar: Ingi Pétursson, stúdentaráðsliði, Lenya Rún Taha Karim, oddviti Vöku og Tinna Alicia Kemp, varafulltrúi og forseti Vöku

Stúdentaráðsfundur 10. mars 2021 og 8. apríl 2021

Um rekstur spilakassa af hálfu Háskóla Íslands

Lagt er til að SHÍ beiti þrýsting á stjórnendur háskólans um að hætta rekstri spilakassa á Íslandi og beiti sér fyrir því að finna aðrar leiðir til tekjuöflunar sem ala ekki á fíknivandamálum einstaklinga í samfélaginu.

Rökstuðningur

Til að setja þetta saman í samhengi er Happdrætti Háskóla Íslands eigandi 500 spilakassa sem skilar 700 milljón krónum í hagnað á hverju ári. Þetta eru 700 milljón krónur sem fara vissulega í byggingar háskólans og tækjabúnað, en til að gera háskólanum kleift að fjármagna þessar byggingar þarf hann að ýta undir fíkn er kemur að spilakössum. Spilakassar eru ekki nauðsynjavara í samfélaginu okkar og eru langstærsti hópur notenda þess spilafíklar. Í könnun Gallups sem gerð var fyrir SÁS kemur fram að 93,6% svarenda hafi aldrei notað spilakassa síðustu tólf mánuði. Einnig sýnir könnun Gallups sem gerð var í maí 2020 að 86% íslensku þjóðarinnar vill að spilakössum verði lokað til frambúðar. Þetta sýnir að lítill hópur fólks, sem gera má ráð fyrir að hluti af þessum hóps séu spilafíklar, haldi uppi starfseminni á spilakössum.

Mótrök HHÍ og stjórnenda háskólans við lokun spilakassa er að mestu leyti sú að það var ákvörðun Alþingis að fjármagna skuli byggingar háskólans, viðhald og tækjakaup með happdrættisfé og þar með er kastað sök á stjórnvöld. Fyrsta skrefið í lokun spilakassa væri að sýna að það er vilji meðal stúdenta til að finna aðra leið til að fjármagna byggingar háskólans sem ýtir ekki undir fíkn og í kjölfarið yrði umræðan tekin lengra. Önnur mótrök sem HHÍ hefur notað gegn lokun spilakassa er að spilafíkn verður ekki leyst með því að loka spilakössum HHÍ, en þó bendir ekkert til að spilafíklar muni leita annað ef skyldi koma til lokunar spilakassa. Stúdentaráð beitir sér að mestu leyti að starfsemi innan háskólans og það sem snertir háskólann snertir okkur. Beiðni okkar er einfaldlega sú að Háskóli Íslands taki ekki þátt í rekstri spilakassa og fjármagni ekki byggingar sínar með þessum hætti.

Flutningsaðilar: Ingi Pétursson, stúdentaráðsliði, Lenya Rún Taha Karim, oddviti Vöku og Tinna Alicia Kemp, varafulltrúi og forseti Vöku

Stúdentaráðsfundur 10. mars 2021 og 8. apríl 2021

Tillögur 2020 - 2021
bottom of page