top of page

Vaka's Manifesto

Here you can access Vaka's policies and what Vaka puts at the forefront in its fight for improved student interests.

International Policy

Vaka leggur áherslu á að í háskólanum sé góð umgjörð, bæði fyrir erlenda nemendur og þá sem kjósa að verja hluta námsára sinna erlendis. Vaka vill að skiptinámsleiðum verði fjölgað og að þær verði aðgengilegar stúdentum á fleiri námsleiðum og að samstarf við aðra erlenda háskóla verði eflt. Til þess að gera námið í HÍ aðgengilegra erlendum nemendum er mikilvægt að glærur séu aðgengilegar á ensku eins og tíðkast í öðrum háskólum á Íslandi.

 

Sömuleiðis vill Vaka greiða aðgengi erlendra nemenda að náms- og félagslífi, til dæmis með því að veita upplýsingar á ensku eða fleiri tungumálum. Vaka beitir sér einnig fyrir því að íslenskukennsla fyrir erlenda nemendur verði gjaldfrjáls og að framboð á íslenskuáföngum verði meira til þess að auðvelda erlendum nemum að læra íslenska tungu. 

  • Increased exchange studies and cooperation with international schools

  • Slides accessible in english

  • Education and social life accessible to international students 

  • Free Icelandic lessons for international students

Employment Matters

Vaka berst fyrir því að stúdentar hafi raunveruleg atvinnutækifæri á meðan á námi stendur og vill efla samstarf HÍ við atvinnulífið. Fjölga þarf valkostum á Tengslatorgi, vef HÍ, þar sem atvinna fyrir stúdenta er auglýst. Vaka berst fyrir því að starfsnám sé aðgengilegt fyrir alla stúdenta og sé metið til eininga eins og tíðkast í öðrum háskólum á Íslandi. Vaka vill einnig koma þverfaglegum valáfanga á fót þar sem nýsköpunar- og frumkvöðlastarf verður í öndvegi.

  • More employment options in Tengslatorg

  • Internship for credits

  • Boost  innovational and entrepreneurial work within the University of Iceland

Doctoral Studies

Nemendur í doktorsnámi eiga oft litla sem enga möguleika á að framfleyta sér og sínum þar sem þeir hafa margir hverjir tekið námslán í mörg ár. Einingafjöldi doktorsnema á hverri önn er mismunandi og því erfitt að treysta á að skila settum einingum inn hjá MSNM. Margir doktorsnemar standa einnig í ströngu við að greiða af námslánum sínum þrátt fyrir að vera enn skráðir nemendur við skólann. Vaka vill beita sér fyrir því að reglum hjá MSNM er varða doktorsnema verði breytt til hins betra.

Doktorsnemar eiga oft ekki kost á því að fá leigðar íbúðir við stúdentagarða þar sem þeir hafa fyllt upp í sett viðmið um fjölda ára sem má búa þar og þeir eiga erfiðara með að skila inn nægum fjölda eininga á hverri önn vegna skipulags námsins. Doktorsnemar greiða skrásetningargjöld rétt eins og aðrir nemendur við Háskóla Íslands og eiga því að njóta sömu réttinda og nemendur í grunn- eða meistaranámi. Tryggja þarf að doktorsnemum sé ekki mismunað við úthlutun styrkja frá Háskólasjóði. Meta þarf umsóknir eftir verðleikum en ekki eftir ferli leiðbeinenda.

  • Doctoral student's right for financial support 

  • Doctoral student's right for a student flat 

  • Equal access to distribution of grant from Háskólasjóður 

Félagsstofnun Stúdenta

Kostnaður við þá þjónustu sem Félagsstofnun stúdenta veitir er orðinn of hár, þá sérstaklega þar sem FS er óhagnaðardrifin sjálfseignastofnun. Leiga á stúdentagörðum hefur hækkað mun meira en upphæð framfærslu sem stúdentar fá hjá Menntasjóði námsmanna. Verð í Hámu eru of há í samanburði við verð annarra verslana og því berst Vaka fyrir því að annað hvort verði lágvöruverðsverslun opnuð á háskólasvæðinu eða þá að verðið í Hámu verði lækkað. Svo ætti sala nikótínpúða í Hámu að vera sjálfsagður hlutur, enda geta stúdentar í öðrum háskólum keypt þá á sínum háskólasvæðum. Ekki eru salir til leigu í öllum stúdentagörðum, og íbúar stúdentagarða geta aðeins leigt salinn á sínum görðum. Vaka vill leysa þetta mál með því að leyfa leigu sala þvert á stúdentagarða.

  • Lækkun leigu á Stúdentagörðum

  • Íbúar Stúdentagarða geti leigt sali þvert á garða

  • Lægra vöruverð í Hámu eða lágvöruverðsverslun á háskólasvæðið

  • Nikótínpúða í Hámu

Finances of the University of Iceland

Kostnaður við þá þjónustu sem Félagsstofnun stúdenta veitir er orðinn of hár, þá sérstaklega þar sem FS er óhagnaðardrifin sjálfseignastofnun. Leiga á stúdentagörðum hefur hækkað mun meira en upphæð framfærslu sem stúdentar fá hjá Menntasjóði námsmanna. Verð í Hámu eru of há í samanburði við verð annarra verslana og því berst Vaka fyrir því að annað hvort verði lágvöruverðsverslun opnuð á háskólasvæðinu eða þá að verðið í Hámu verði lækkað. Svo ætti sala nikótínpúða í Hámu að vera sjálfsagður hlutur, enda geta stúdentar í öðrum háskólum keypt þá á sínum háskólasvæðum. Ekki eru salir til leigu í öllum stúdentagörðum, og íbúar stúdentagarða geta aðeins leigt salinn á sínum görðum. Vaka vill leysa þetta mál með því að leyfa leigu sala þvert á stúdentagarða.

  • Opposition to increased registration fees 

  • Registration fees shall not be used for the University's general funding 

  • Increased finances to the University of Iceland 

  • Adjustment in the University's management and teaching at top of the order of priorities 

Family Matters

 

 

 

 

 

 

 

Vaka berst fyrir auknum fæðingarstyrk og lengra fæðingarorlofi til þess að stúdentar sem eignast börn geti haldið sér í námi, sem og að foreldrar geti fengið bæði fæðingarstyrk og fæðingarorlof heldur en að þurfa að velja þar á milli. Vaka vill auka sveigjanleika foreldra þegar kemur að mætingarskyldu og að kennsluhættir og skipulag náms sé fjölskylduvænt. Auka þarf orlofsannir hjá nýbökuðum foreldrum svo þeir haldi þaki yfir höfði. Tryggja þarf aðgengi að skiptiborðum í öllum byggingum skólans.

  • Student should both get maternity leave and maternity grant

  • Increased maternity grant

  • Longer maternity leave

  • Family friendly study setup

  • Diaper change facilities in all buildings

Queer Matters

Vaka leggur áherslu á mikilvægi þess að stefna Háskóla Íslands taki mið af fjölbreytileika háskólasamfélagsins. Vaka telur að það megi meðal annars gera með því að auka samráð háskólans og SHÍ við Q - félag hinsegin stúdenta. Í því samhengi telur Vaka einnig mikilvægt að tryggja að starfsfólk háskólans fái fræðslu um hinsegin málefni og skaðlega kynjatvíhyggju. Leggja þarf aukna áherslu á að innleiða námskeið er varða málefni hinsegin fólks í nám á menntavísindasviði. Auk þess berst Vaka fyrir því að tryggt verði að ókyngreind salerni sé að finna í öllum byggingum háskólans.

  • Ungendered bathrooms

  • Aukið samráð SHÍ og háskólans við Q-félagið

  • Fræðsla fyrir starfsfólk háskólans um hinsegin mál

  • Aukin áhersla á hinsegin málefni á menntavísindasviði

Housing and Accessibility Matters

Vaka telur að fjölga þurfi stúdentaíbúðum á háskólasvæðinu og að fullnægjandi  aðgengi hjólastóla að þeim öllum verði tryggt. Bæta þarf aðgengi sjónskertra og hreyfihamlaðra að byggingum háskólans, til dæmis með því að bæta við hjólastólarömpum víða í byggingar, merkja stofur með blindraletri og koma fyrir línum í gólfið fyrir þá sem nota blindrastaf. Mörg nemendafélög háskólans hafa enga fundaraðstöðu eða aðra aðstöðu fyrir starfsemi sína. Vaka telur mikilvægt að breyta því og bæta aðstöðu nemendafélaga skólans. Koma þarf fyrir skápum í helstu byggingum þar sem nemendur geta geymt bækur og aðra muni. Mikill skortur er á hópavinnuherbergjum á háskólasvæðinu en Vaka berst fyrir því að þeim verði fjölgað og að þau verði aðgengileg fyrir alla stúdenta. 

  • Fjölga stúdentaíbúðum og tryggja aðgengi hjólastóla að þeim öllum

  • Aukið aðgengi sjónskertra og hreyfihamlaðra í byggingum háskólans

  • Bætt aðstaða nemendafélaga

  • Skápa í byggingar háskólans

  • Hópavinnuaðstaða

  • Rafræn aðgangskort

Equality Matters

Vaka berst fyrir jafnrétti allra stúdenta við Háskóla Íslands. Tryggja þarf jafnt aðgengi allra nemenda að námi. Aðgengið á að vera óháð kyni, kynþætti, aldri, fötlun, sjúkdómum, uppruna, efnahag, kynhneigð, kynvitund og stöðu að öðru leyti. Jafnrétti til náms er ein af grundvallarforsendum fyrir bættu háskólasamfélagi sem leiðir til betra samfélags. Vaka berst fyrir aðgengi stúdenta að ókeypis tíðavörum á salernum háskólans. Sálfræðiþjónustu í Háskóla Íslands er mjög ábótavant. Hægt er að mæta gjaldfrjálst í nokkra tíma hjá sálfræðingi, en ekki í reglulega, t.d. vikulega, tíma eins og tíðkast í öðrum háskólum á Íslandi. Háskóli Íslands á að standa jafnfætis við aðra skóla landsins þegar kemur að sálfræðiþjónustu.

  • Aukið aðgengi að ókeypis sálfræðiþjónustu

  • Ókeypis tíðavörur aðgengilegar á salernum háskólans

  • Jafnrétti sé tryggt í Háskóla Íslands

Teaching Matters

Vaka berst fyrir því að prófsýningar séu haldnar fyrir nemendur við lok hvers misseris. Mikilvægt er að kennarar skili einkunnum á réttum tíma og berst vaka fyrir því að það sé virt í hvívetna. Vaka berst einnig fyrir því að kennarar gert mæti í próftöku í lokaprófum. Brýnt er að bæta kennsluhætti háskólans, til dæmis með aukinni vendikennslu og upptökum á fyrirlestrum.

  • Prófsýningar tryggðar

  • Endurtektarpróf fyrir haustmisseri í janúar

  • Einkunnum sé skilað á réttum tíma

  • Kennarar mæti í próftöku

  • Rafrænir kennsluhættir

Student Loan Matters

Menntasjóður námsmanna er mikilvægt verkfæri til þess að auka aðgengi að háskólanámi. Hann þjónar þó ekki tilgangi sínum jafn vel og hann gæti gert. Framfærsla stúdenta á námslánum er undir öllum almennum viðmiðum um lágmarksframfærslu. Margir stúdentar vinna þess vegna með námi, en sjóðurinn skerðir framfærslu ef stúdentar þéna „of mikið.” Vaka vill skerpa áherslur stúdentahreyfingarinnar í menntasjóðsmálum til þess að bæta kjör námsmanna. Þess vegna setjum við á oddinn að frítekjumarkið verði tvískipt svo að réttindi til framfærslu skerðist ekki við sumarvinnu. Sú breyting er raunhæf og væri áþreifanleg bót sem stúdentar myndu strax finna fyrir. 

  • Tvískipt frítekjumark

  • Leiðrétting á grunnframfærslu stúdenta

Environmental & Transportation Matters

Vaka leggst alfarið gegn aukinni gjaldskyldu á bílastæði á háskólasvæðinu og telur óásættanlegt að stúdentum verði mismunað í kostnaði við nám vegna búsetu. Vaka leggur til að sett verði á laggirnar sérstök strætóleið sem útfærð yrði með þarfir stúdenta í huga. Leiðin myndi ganga á milli bygginga háskólans og stúdentagarða og gera stúdentum þannig auðveldara fyrir að ferðast um háskólasvæðið. Vaka leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að huga að þörfum allra stúdenta og taka ólíka ferðamáta þeirra með í reikninginn. Standa þarf betur að snjómokstri á háskólasvæðinu ásamt söltun og söndun göngu- og hjólastíga. Jafnframt þarf að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla. Vaka telur einnig mikilvægt að stuðla að frekari endurvinnslu, koma fyrir djúpgámum fyrir utan helstu byggingar háskólans og draga enn frekar úr plastumbúðum í Hámu.

  • University bus line

  • No further parking fees

  • Betra skipulag háskólasvæðisins

  • Hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla

  • Frekari endurvinnsla og djúpgámar

  • Draga úr plastumbúðum í Hámu

bottom of page