top of page

Verk- og náttúruvísindasvið
School of Engineering and Natural sciences

Vaka_titill_undir_texti_Svart_2x.png

Framboðslisti Vöku á Verk- og náttúruvísindasviði 2022

1.María Árnadóttir, Vélaverkfræði

2. Margrét Ásta Finnbjörnsdóttir, Iðnaðarverkfræði

3. Friðrik Hreinn Sigurðsson, Tölvunarfræði

Frambjóðendur Vöku á Verk- og Náttúruvísindasvið

mariaarna_1von.jpg

María Árnadóttir

Vélaverkfræði

margret_2von.jpg

Margrét Ásta Finnbjörnsdóttir

Iðnaðarverkfræði

fridrik_3von.jpg

Friðrik Hreinn Sigurðsson

Tölvunarfræði

Stefnumál Verk- og náttúruvísindasvið

Tvíþætt nám 

Vaka vill berjast fyrir því að halda í bæði stað- og fjarkennslu. Að allar kennslustundir verði hægt að nálgast með rafrænum hætti í góðum gæðum á aðgengilegan hátt. Það er að allar glósur tímans komi fram og að stúdent sem sækir námið heima fyrir er jafnvel settur og sá sem er í skólastofunni.

Að blanda tveimur kennsluháttum, stað- og fjarkennslu, gefur nemendum aukið tækifæri á að hátta degi sínum betur. Með þessum hætti er veitt öllum nemendum jafnan aðgang að námi. 

 

Jafningjamat 

Orðið hópvinna felur í sér að unnið sé að verkefni í hóp og framlag teymismeðlima sé jafnt. Álagið á ekki að lenda á þeim nemendum sem vilja leggja sitt að marki heldur þarf samvinna að eiga sér stað. Með því að skila inn jafningjamati eftir hvert hópverkefni er hægt að stuðla að dreifðara álagi milli nemenda. Með jafningjamati getur kennari námskeiðs gripið inn í og metið einkunn nemenda svo einkunn samræmist vinnuframlagi.

 

Miðmisseriskannanir 

Hversu oft hefur verið farið yfir miðmisseriskannanir og síðan engu breytt? Vaka vill stuðla að því að fylgt sé betur eftir miðmisseriskönnunum og að tekið verði meira mark á neikvæðum gagnrýnum sem berast frá nemendum. Kennarar fara yfir gagnrýni en breyta ekkert endilega kennsluháttum sínum í samræmi við athugasemdirnar. Möguleg lausn fælist í því að þriðji aðili kæmi að yfirferð athugasemda og aðstoðað kennara við að kljúfa þau málefni stúdentum eru mikilvæg. Þannig er hægt að tryggja að unnið sé að því að finna leiðir til úrbóta af fyrirkomulagi námskeiðsins.

 

Aðstaðan í VR-II 

Vaka hyggst bæta aðstöðuna í lesstofunni í  VR-II.  Markmiðið er að koma almennilegum og þægilegum stólum fyrir bæði í skólastofum og á lesstofunni og stuðla þannig að auknum þægindum nemenda við lærdóm. Flestir nemendur sem verja tíma í VR-II geta verið sammála því að kominn er tími á endurnýjun á þeim stólum og borðum sem eru í byggingunni. Jafnframt munum við berjast fyrir aðgengi að tómum ísskáp í byggingar sem nemendur hafa aðgang að. Þá geta þeir nemendur sem koma með nesti í skólann fengið að geyma nestið sitt þar yfir daginn. Aðgengi að húsnæðinu þarf að bæta en leggja þarf sérstaka áherslu á aðgengi í verklegum kennslustofum. Byggingar háskólasvæðisins þurfa að vera aðgengilegar öllum nemendum.

 

Matvöruúrval

Vaka vill auka matvöruúrval og tryggja aðgengi að hollari og betri kostum í sjálfsala, þar sem nemendur læra dögum saman. Þá er hægt að koma í veg fyrir að nemendur neyðist að reiða sig á það úrval sem sjálfsalarnir í byggingunum bjóða upp á. Einnig væri sniðugt að koma upp vatnsvél eins og fyrri frambjóðendur Vöku lögðu til í fyrra.  

 

Afþreying í háskólabyggingar

Við viljum sjá fjölbreytta afþreyingu í byggingum Háskóla Íslands til að gera nemendum kleift að taka sér almennilega lærdómspásu. Þá yrði komið á fót eins konar afþreyingarherbergi þar sem aðgengi gæti verið meðal annars að borðtennisborði, borðspilum og almennilegum sófa. Hversu næs yrði það að geta tekið pásu yfir þungum lærdómi eða á milli kennslustunda og skellt sér í borðtennis eða spil!

 

Hagsmunamál

 

Í stað þess að fimmta og síðasta pláss í nefndum SHÍ sé opið öllum nemendum viljum við að það séu 3 sæti í hverri nefnd sem séu alveg opin. Þá verður forseti og varaforseti úr þeim fylkingum sem skipa SHÍ en restin getur verið hvaða stúdent sem er.

Kynntu þér

stefnumál Vöku

 í heild sinni hér 

bottom of page