top of page

Menntavísindasvið
School of Education

Vaka_titill_undir_texti_Svart_2x.png

Framboðslisti Vöku á Menntavísindasviði 2022

1. Júlíana Dögg Chipa, uppeldis- og menntunarfræði

2. Bergrún Anna Birkisdóttir, grunnskólakennarafræði 

3. Margrét Rebekka Valgarðsdóttir, Tómstunda- og félagsmálafræði

Frambjóðendur Vöku á Menntavísindasvið

isabella_1mennt.jpg

Ísabella Rún Jósefsdóttir

Uppeldis- og menntunarfræði

bergrunanna_2mennt.jpg

Bergrún Anna Birkisdóttir

Grunnskólakennarafræði

margretrebekka_3mennt.jpg

Margrét Rebekka Valgarðsdóttir

Tómstunda- og félagsmálafræði

Stefnumál Menntavísindasviðs

Lesaðstaða í Stakkahlíð

Það vantar viðeigandi aðstöðu til lestrar og hópavinnu í Stakkahlíð. Nemendur þurfa að eiga kost á slíkri aðstöðu á tilsettum opnunartíma byggingarinnar. Bókasafnið er lokað síðdegis á virkum dögum og hafa nemendur því hvorki not af námsrými þess eftir lokun né um helgar. Bókasafnið leigir út afnot af lesherbergi gegn gjaldi. Vaka er alfarið á móti því að nemendur þurfi að borga fyrir afmarkað lesrými þegar engin önnur sambærileg aðstaða er til staðar. Vaka vill koma á laggirnar skráningarshnapp á Uglu þar sem stúdentar geta bókað stofur til þess að stunda sinn lestur og hópavinnu.

 

Háma í Stakkahlíð

Vaka vill sjá fleiri grænmetis og vegan valmöguleika í Hámu í Stakkahlíð með stækkandi hópi fólks sem kýs að minnka neyslu sína á kjöti og dýraafurðum. Einnig viljum við fækka plastumbúðum, hafa fjölbreyttara úrval af mat og bæta innihaldslýsingar fyrir heita rétti, súpur og salatbar. Við viljum einnig fá úrval af barnafæði í Hámu þar sem foreldrar í námi eiga að hafa aðgang að fæði fyrir börnin sín þegar þau eru með þeim í för. 

 

Næringarríkari matur í sjálfsala Stakkahlíðar og Skipholts

Ljóst er að það er ekki nógu gott úrval af næringarríkum mat í sjálfsalana. Þegar Háma lokar þá grípa margir nemendur til þess að kaupa sér mat eða drykki í sjálfsölum sviðsins en þörf er á næringarríkari úrvali í þeim. Jafnframt viljum við fá nýjar fá nýjar vatnsvélar í Hamar og Klett sem og í byggingu sviðsins í Skipholti. 

 

Fjarnemar

Fjarnemar eru stór hópur á Menntavísindasviði en það þarf að koma mun betur til móts við fjarnema en gert er nú. Staðlotur eru oft illa skipulagðar og erfitt fyrir fjarnema sem búsettir eru á landsbyggðinni að útvega sér gistingu og akstri á meðan staðlotum stendur. Við í Vöku berjumst fyrir því að staðlotur séu skilvirkari og betur skipulagðar með tilliti til fjarnema. Jafnframt berst Vaka fyrir því að fyrirlestrar og tímar séu teknir upp í góðum gæðum til þess að koma betur til móts við fjarnema. Fjarnemar ættu heldur ekki að þurfa að sinna þyngri verkefnum en staðnemar fyrir það eitt að kjósa fjarnám. Menntavísindasvið hefur verið leiðandi í fjarnámi og er mikilvægt að þeirri framsæknu vinnu linni ekki. 

 

Skipulag í vettvangsnámi

Undanfarin ár hafa nemendur lent í vandræðum með skipulag vettvangsnáms síns. Stúdentar vita seint hvar þeir stunda vettvangsnám sitt og koma þeir því oft illa undirbúnir. Vettvangstímabil taka stóran part af önn nemenda og skapar ójafnvægi í vinnuálagi. Vaka vill að Menntavísindasvið kanni reynslu nemenda af vettvangsnámi sínu og skipulagi þess með það að leiðarljósi að bæta umgjörð vettvangsnáms alls sviðsins. Með því að fá meira svigrúm það eru veikindi eða álíka, auka vika til að jafna úr og fá borgað fyrir tíma og vinnuálag er baráttumál Vöku. 


 

Skyldunámskeið

Vaka vill berjast fyrir því að allar deildir Menntavísindasviðs sitji áfanga um kynjafræði, einelti, forvarnir og inngrip, jafnrétti og fordóma annað hvort sem skylduáfanga eða bundið val. Það er eitthvað sem kemur öllum nemendum við á sviðinu og eitthvað sem margir af okkar nemendum munu þurfa að takast á við í sínu starfsumhverfi í framtíðinni. Vaka vill að skyldunámskeið nemenda endurspegli námsleið þeirra og væntanlegs starfsvettvangs auk þess sem leggja þarf áherslu á fræðilega og árangursríka kennslu. Þörf er á nútímalegri áherslum í námi og kennsluaðferðum á sviðinu þannig að námið undirbúi nemendur fyrir áskoranir framtíðarinnar. Vaka vill stuðla að fjölbreyttara og meira skapandi námsmati fyrir nemendur.

 

Aukið aðgengi foreldra í námi

Vaka vill einnig leggja áherslu á að foreldrum sé sýndur skilningur á fjarveru í kennslustundum vegna veikinda barna og því ítrekum við mikilvægi aðgengi að upptökum úr fyrirlestrum. Vaka ætlar að berjast fyrir foreldrastofu og bættri skiptiaðstöðu í Stakkahlíð. Það er mikilvægt skref fyrir sviðið enda er stór hluti nemenda á sviðinu foreldrar. Enn fremur viljum við fá fleiri barnastóla í Hámu og bæta við leikkrók fyrir börn nemenda. 

 

Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun

Þessi þarfa námsleið er ekki föst í fjárlögum Hí og á því oft í hættu að vera felld niður sem er óviðunandi og óréttlátt þar sem þetta er eina námið í boði fyrir þennan hóp við Háskóla Íslands. Námsleiðin er eingöngu kennd á tveggja ára fresti og komast þá aðeins tólf nemendur að og því myndast oft á tíðum langir biðlistar eftir inngöngu í námið. Ásamt því að aðeins tvær námsleiðir standa til boða. Þessi staða er algjörlega ólíðandi. Vaka vill að námsleiðin verði kennd árlega til þess að stytta biðlista og að fleiri verði teknir inn í námið hverju sinni. Á síðasta starfsári Stúdentaráðs var samþykkt tillaga sem unnin var af sviðsráði sviðsins og kennslumálanefnd SHÍ sem sneri að því að betrumbæta þessa námsleið með auknum fjárframlögum. Vaka ætlar að sjá til þess að þeirri tillögu verði fylgt eftir.

Kynntu þér

stefnumál Vöku

 í heild sinni hér

bottom of page