top of page

Alþjóðamál

Vaka leggur áherslu á að allir nemendur Háskóla Íslands hafi jafnan aðgang að fullri þátttöku í háskólasamfélaginu óháð því hvort að nemendur séu alþljóðlegir eða hversu lengi þau stunda námið. Mikilvægt er einnig að skiptinám sé aðgengilegt fyrir allar deildir og kynning á því sé bæði aðgengileg og sýnileg.

Jafnrétti

Vaka leggur áherslu á að alþjóðlegir nemendur og innlendir nemendur hafi jafnan rétt. Öll geti tekið þátt í námi og félagsstörfum, þar með talið í nemendafélögum og hagsmunafélögum. Bæta þarf upplýsingaflæði til alþjóðlegra nemenda og tryggja að allar upplýsingar séu þýddar á ensku og jafnvel fleiri tungumál.

Aðgangur að húsnæði

Vaka berst fyrir því að alþjóðlegir nemendur hafi jöfn tækifæri óháð því hvaða nám þau stunda eða hversu lengi þau eru við nám í Háskóla Íslands. Alþjóðlegir nemendur ættu að fá greiðari aðgang að húsnæði við komu til Íslands, Strætókort og sjúkratryggingu.

Skiptinám

Vaka krefst þess að nemendur innan allra deilda eigi kost á því að stunda skiptinám í grunnnámi og þarf að fjölga áföngum og námsbrautum þar sem það er hægt.

Kynning á skiptinámi

Vaka telur nauðsynlegt að kynna betur möguleika á skiptinámi og leggur til að haldnar verði kynningar, svipaðar Alþjóðatorgi, þar sem fyrrum skiptinemar ræða við nemendur Háskóla Íslands og deila sinni reynslu af slíku námi. Lagt er til að kynning á slíku skuli vera á Háskóladeginum.

bottom of page