top of page

Félagsvísindasvið
School of Social science

Vaka_titill_undir_texti_Svart_2x.png

Framboðslisti Vöku á félagsvísindasviði 2023

1. Daníel Hjörvar Guðmundsson, lögfræði

2. Júlíus Viggó Ólafsson, hagfræði

3. Signý Pála Pálsdóttir, stjórnmálafræði

4. Magnús Daði Eyjólfsson, viðskiptafræði

5. Jóhanna Freyja Ásgeirsdóttir, félagsráðgjöf

Frambjóðendur Vöku á Félagsvísindasvið

dagurkara_1fel.jpg

Dagur Kárason

Stjórnamálafræði

axeljon_2fel.jpg

Axel Jónsson

Félagsráðgjöf

embla_3fel.jpg

Embla Ásgeirsdóttir

Lögfræði

idunn_4fel.jpg

Iðunn Hafsteinsdóttir

Viðskiptafræði

Copy of Vaka_Stafur_blom_Bland_2x.png

Logi Stefánsson

Viðskiptafræði

Stefnumál Félagsvísindasviðs

Betra upplýsingaflæði og aðgengi

Við í Vöku teljum það gríðarlega mikilvægt að það sé gott upplýsingaflæði bæði milli nemenda og kennara sem og milli nemenda og nemendafélaga. Það þarf að vera á hreinu fyrir alla nemendur hvert á að mæta og hvenær hvort um er að ræða kennslutíma eða viðburði á vegum nemendafélags. 

 

Aðgangur að kennsluefni

Eftir Covid-19 faraldurinn hefur Háskólinn sýnt fram á það að auðvelt sé að innleiða stafræna kennslu með upptökum á fyrirlestrum og að námskeið sé kennd bæði á staðnum og streymt á netinu. Vöku hafa borist margar kvartanir um að þegar takmörkunum innanlands var aflétt hafi kennurum gjarnan þótt það ónauðsynlegt sem við erum ósammála. Nemendur Háskólans ættu ekki að þurfa lenda eftir á í náminu vegna veikinda eða persónulegra ástæðna sem gerir þeim ekki kleift að mæta í staðkennslu. Betra skipulag ætti að vera varðandi upptökur á tímum og ættu upptökur að vera aðgengilegar alveg fram að prófatíð. Uppsetning rafrænna kennslustunda og fyrirkomulag upptekinna fyrirlestra eiga að vera fastur liður á ábyrgð einnar skipulagsheildar sem tryggir framgang þeirra mála.

 

Ykkar athugasemdir

Stúdentaráð hefur það hlutverk að berjast fyrir hagsmunum nemenda og fylgir því gríðarlega ábyrgð og skuldbinding. Það eru nemendur skólans sem þurfa að krefjast breytinga í tilteknum málum sem getur þó verið erfitt vegna þess að á köflum virðist vera einum of mikill aðskilningur milli þeirra stúdentaráðs. Það er ávallt hægt að leita til þeirra með að senda tölvupóst en við teljum okkur geta gert betur. Það er mun einfaldari leið til að hugmyndum sínum og ábendingum á framfæri væri að setja upp QR-kóða um allan skóla og með því að lesa hann inn væri hægt að senda inn fyrirspurnir.

 

Skipulag námskeiða

Skipulag námskeiða þarf að hafa svigrúm til breytinga, það þarf ekki nema eina viku til að setja kennsluáætlun á hlið vegna veikinda og því þarf að vera hægt að gera ráð fyrir að eitthvað fari úrskeiðis á einhverjum tímapunkti. Það er ekki ásættanlegt að nemendur þurfi að fórna eigin skuldbindingum vegna þess að kennari hafi ekki gert ráð fyrir t.d. einni viku til að vinna upp sem þarf.

 

Umhverfismál

Skólinn hefur tekið sig gríðarlega á undanfarið í umhverfismálum þegar kemur að flokkun en það er alltaf hægt að gera betur! Enn þá er mikið að vera nota plastumbúðir í Hámu á tímum þar sem slíkt er einfaldlega óásættanlegt og er það ekkert síðra að nota pappaumbúðir utan um hitt og þetta enda mun endurnýjanlegra efna. Einnig mætti bæta aðgengi að flokkunartunnum um allan skóla á þann hátt með því að upplýsa nemendur betur um hvað skal flokka og hvernig.

Kynntu þér

stefnumál Vöku

 í heild sinni hér

bottom of page