top of page

Háskólaráð

Framboð Vöku til Háskólaráðs fyrir 2022 - 2024

Háskólaráð er æðsta stjórnvald háskólans og er skipað samkvæmt lögum um opinbera háskóla. Háskólaráð markar stefnu háskólans og fer með úrskurðarvald í málefnum skólans. Í háskólaráði hittast mánaðarlega og taka stefnumótandi ákvarðanir. Stjórn og fjármál skólans er á ábyrgð háskólaráðs. Í háskólaráði eru teknar allskyns mikilvægar ákvarðanir og geta komið upp umdeild mál. Stúdentar eiga tvo fulltrúa í Háskólaráði sem eru kjörnir til tveggja ára í senn. Í ár er kosið til háskólaráðs og erum við því með flotta og frambærilega frambjóðendur.

Vaka_titill_haegri_texti_Svart.png

Vaka vill tækifæri til að fá sæti við borðið, sagan hefur sýnt að Vaka er óhrædd við að taka afgerandi afstöðu og ganga í verkin fyrir hönd stúdenta. 

 

Kæri stúdent gefðu okkur tækifæri til að hafa áhrif!

Vaka wants an opportunity to get a seat at the table, the history has shown that Vaka is not afraid to take a decisive stance on behalf of students and take action.

 

Dear student, give us a chance to make an impact!

Frambjóðendur til Háskólaráðs 2022

birtakaren_1haskolarad.jpg

1. sæti - Birta Karen Tryggvadóttir

Ég er 21 árs og stundar nám við hagfræði. Í Háskólaráði vil ég leggja  áherslu á að veita aðhald að gerð fjármálalíkans háskólans. Mikilvægt er að skipuleggja fjármál háskólans með skilvirkni og gæði náms að leiðarljósi. Brýnt er að allir stúdentar hafi öflugan málsvara innan háskólaráðs. Ég er óhrædd við að beita mér af krafti fyrir stúdenta innan Háskóla Íslands. Ég bið því um þinn stuðning, kæri kjósandi, um að veita mér það tækifæri að hafa áhrif innan Háskólaráðs fyrir þína hönd.

 

magneagna_2haskolarad.jpg

2. sæti -  Magnea Gná Jóhannsdóttir

Magnea Gná Jóhannsdóttir er 24 ára og stundar meistaranám í lögfræði. Ég vil áfram byggja upp öflugan háskóla þar sem öll fá að blómstra í námi óháð aðstöðu, búsetu eða efnahag. Háskólinn á að vera leiðandi afl í íslensku samfélagi og stuðla að aukinni framþróun og nýsköpun. Tryggja verður aðgengi fólks að fjölbreyttu námi og styðja við nemendur. Ég vil fara inn í háskólaráð með jákvæðni, samvinnu og hagsmuni stúdenta að leiðarljósi. Það er mikilvægt að stúdentar eigi öflugan málsvara sem þeir geta leitað til, ég hvet því ykkur öll til að hafa samband við stúdenta- og háskólaráðsliða um þau mál sem brenna á ykkur.

3. sæti - Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir 

4. sæti - Ellen Geirsdóttir Håkanson

jona_3haskolarad-2.jpg
ellen_4haskolarad.jpg
bottom of page